Markmið Kærleikssamtakanna

Markmið til að ná tilgangi félagsins, eru að:

  • Starfa í þágu íslenskumælandi íslenskra ríkisborgara.
  • Vera vettvangur fyrir félagsmenn.
  • Vera með félagstarf, virkni- og stuðningsúrræði fyrir félagsmenn.
  • Vera með forvarnarstarf til að fyrirbyggja og rjúfa félagslega einangrun.
  • Vera með fræðsluefni og vinnustofur fyrir félagsmenn.
  • Skapa þannig tækifæri að uppbyggjandi og langvarandi lausnum fyrir félagsmenn.
  • Stuðla að jákvæðum mannlegum samskiptum við og milli félagsmanna.
  • Styðja félagsmenn til að sækja sér meðferðar og/eða nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu og endurhæfingu eftir þörfum.
  • Miðla uppbyggjandi, efnislegum og andlegum aðferðum sem hægt er að nota í daglegu lífi án trúarskoðana.
  • Með samstarfssamningum er stuðlað að samvinnu við einstaklinga, fyrirtæki og félög, stofnanir og stjórnmálaflokka sem vinna að uppbyggjandi úrræðum.
  • Standa vörð um réttindi og hagsmuni félagsmanna. Ýta undir lausnir og þrýsta á sveitarfélög og ríkið til að virða mannréttindalög gagnvart jaðarsettum og viðkvæmum hópum í þjóðfélaginu og tryggja þeim lífsnauðsynleg lífsgæði.

Kærleikssamtökin starfrækja 7 deildir sem tengjast tilgangi og markmiðum félagsins:

Deild 1. Bækurnar. Deild 2. Ég er þessi virði. Deild 3. Fangar í nýju ljósi. Deild 4. Félagsheimili. Deild 5. Kærleikssveitin. Deild 6. Mannréttindi. Deild 7. Réttur til heimilis.

Hver deild byggir á almannaheillaþætti sem getur haft mikla þýðingu fyrir jaðarsetta og viðkvæma hópa og þjóðfélagið í heild. Samanlagt kallar starf deildanna fram víðtæk áhrif fyrir félagsmenn, stuðla að varanlegu úrræði, fyrirbyggja og rjúfa félagslega einangrun, ýta undir virkni og að félagsmenn nýti sér stuðning, með það markmið að geta lifað sæmandi lífi.

Lesa nánar um lög félagsins.
Lesa nánar um deildir félagsins.
Lesa nánar um félagsaðild. Sækja um félagsaðild.
Lesa nánar um að gerast styrktaraðili (þú velur upphæð - þú velur eina greiðslu eða mánaðarlegar - þú velur millifærslu eða greiðslu með kreditkorti).