Kærleikssveitin

KÆRLEIKSSVEITIN byggir á jákvæðum og uppbyggjandi mannlegum samskiptum, að geta mætt einstaklingi þar sem viðkomandi er staddur, s.s. á götunni, í neyðarskýli, í óreglu eða eftir meðferð, á áfangaheimili o.s.frv. Svo oft er gerð krafa um að einstaklingar þurfi að ná ákveðnum skrefum, ákveðnum árangri til að fá aðstoð. Svo oft er um að ræða kröfur sem margir ná ekki að uppfylla. Svo oft er einstaklingum hafnað eða neitað um þjónustu sem þeir eiga samt lagalegan rétt á.

Mannúðar- og forvarnarstarf Kærleikssamtakanna er að styðja einstaklinga til að sem komast í vina- og félagsskap, hvers kyns meðferð, fá áfallahjálp eða aðra heilbrigðisþjónustu sem gerir þeim kleift að komast út úr erfiðum aðstæðum sem hamlar þeim verulega. Síðan er að viðhalda því sem ávinnst til að einstaklingar lendi ekki aftur í óreglu, vítahring  og/eða fleiri áföllum.

Nánari skýring á almannaheillastarfi félagsins, sem mannúðar- og forvarnarstarf, í gegnum deildirnar til þess að rjúfa félagslega einangrun vegna fátæktar, óreglu, heimilisleysis og langvarandi áfalla:

Einstaklingar sem eru fátækir:

Þar sem fátækt er stór áhrifavaldur í því að halda einstaklingi óvirkum, í uppgjöf, tilgangsleysi og að bakgrunnur einstaklinga í óreglu, sem eru heimilislausir og sem hafa langa áfallasögu er afar misjafn, þá þarf að huga að langtíma úrræðum. Þurfa þau að fela í sér hugarfarsbreytingu, virkni, stuðning og kennslu til að auka meðvitund á hvað er hægt að gera og hvað þarf að gera til að breyta sínu lífi. Kærleikssamtökin eru með virkni- og stuðningsúrræði sem stuðla að því að einstaklingar komist nær því að auka getu sína, skilning og viljastyrk til að ná árangri í lífinu.

Einstaklingar sem eru í óreglu:

  • aðstoða eintsaklinga að sækja um og komast í meðferð, að komast á áfangaheimili og við dvöl á áfangaheimili, að sækja um félagslegt húsnæði, huga að fjárhagslegum réttindum, heilsu og samskiptum við ættingja.
  • þegar ljóst er að ákveðnrar meðferðar- eða heilbrigðisþjónutsu er þörf, aðstoða einstaklinga að sækja sér rétta þjónustu.
  • virkja og styðja einstaklinga til að taka skrefin sem hver þarf að taka.
  • fyrirbyggja og rjúfa félagslega einangrun hjá jaðarsettum og viðkvæmum hópum í þjóðfélaginu.

Einstaklingar sem eru komnir úr óreglu:

  • eftir þörfum aðstoða eintsaklinga að komast á áfangaheimili og við dvöl á áfangaheimili, að sækja um félagslegt húsnæði, að skoða/huga að fjármálum, heilsu og samskiptum við ættingja.
  • aðstoða eintsaklinga við daglega rútínu, markmiðasetningu, að sjá/skilja skapbresti, meðvirkni og áfallasögu sína til að geta leitað sér réttrar meðferðar og/eða heilbrigðisþjónustu.
  • virkja einstaklinga til að taka skrefin sem hver þarf að taka.
  • styðja einstaklinga í gegnum þetta ferli sem getur tekið 3-4 ár.
  • fyrirbyggja og/eða rjúfa félagslega einangrun og byggja upp félagslegt tengslanet.

Einstaklingar sem eru heimilislausir:

Á götunni er ekkert haldreipi, enginn stuðningur, ekkert utanumahald, engin samastaður, engin úrræði, ekkert uppbyggilegt, enginn matur, svefnfriður, ekkert hreinlæti, nauðsynlegur fatnaður eða annað sem hlúir að einstaklingum. Fátækt, óregla, áframhaldandi áföll og mikil áhrif á geðrænt ástand fylgir. Eins og fátækt, er heimilisleysi afar hamlandi þáttur til að geta lifað sæmandi lífi. Kærleikssamtökin eru með uppsetningu að þrepaskiptu áfangaheimili sem þau vilja láta verða að veruleika. Hafa þau síðustu ár fjallað um og þrýst á sveitarfélög til að bæta stöðu heimilislausra einstaklinga.

Einstaklingar með langvarandi áfallasögu:

Áfallasaga hvers einstaklings er misjöfn sem og hvernig einstaklingur upplifir og bregst við erfiðum, kvíðvænlegum og oft ofbeldisfullum aðstæðunum sem hafa sært, reitt til reiði og/eða ýtt undir ranghugmyndir, óvirkni, tilgangsleysi, uppgjöf og oft á tíðum fátækt, óreglu og heimilisleysi. Áfall getur leytt af sér geðrænan vanda. Mörg og langvarandi áföll móta einstaking til lífstíðar, sérstaklega börn. Hugarfar og tilfinningar eru litaðar af ástandi sem gerir einstaklingum nærri ókleift að komast út í lífið og byggja það upp með árangri. Félagsstarf Kærleikssamtakanna er til að fyrirbyggja og rjúfa félagslega einangrun, aðstoða einstaklinga við að sjá tilganginn í að leita sér meðferðar/hjálpar við ýmsum vanda og auka bæði getu sína og virkni til að komast í og lifa í jafnvægi.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:

Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.

Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS

Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥