Fangar í nýju ljósi

FANGAR Í NÝJU LJÓSI er heiti á BÆKLINGI sem var gerður til kynningar á styrktarverkefni árið 2010. Prentaðir voru 7.000 bæklingar, keyrt hringinn um landið og þeim dreift á bókasöfn, þjónustumiðstöðvar, lögreglustöðvar og aðra almenningsstaði.

Starf Kærleikssamtakanna beindist á þessum tíma að föngum með vikulegu sjálfstyrktarnámskeiði inn á Litla Hrauni árin 2008-9.  Næstu tvö árin eða svo var unnið með nokkrum einstaklingum bæði innan og utan fanglesis með verkefnamöppunni, viðtölum, heilun, heimsóknum og stuðningi í daglegu lífi. Það var svo haustið 2011 sem halla fór undan fæti og sem Sigurlaug veiktist alvarlega af þunglyndi og kvíða. Var Kærleikssamtökunum lokað í desember 2011 en opnuð aftur fjórum árum síðar í desember 2015.

Í lok árs 2017 komst aftur skriður á starfið þar sem unnið var sérstaklega með heimilislausum einstaklingum. Fjölmörg erindi hafa verið skrifuð, fundir setnir og margt lagt til og þrýst á sveitarfélög síðustu árin til að ýta undir að þau breyti og lagi sitt verklag til að mæta fólki og uppfylla sína lagalega skyldu gagnvart heimilislausum. 

Deildirnar MANNRÉTTINDI og RÉTTUR TIL HEIMILIS urðu til með þeirri vinnu og svo kom að opnun áfangaheimilisins í Safamýri í janúar 2020. Héldum við því heimili opnu til loka janúar 2021 en vegna ósamkomulags var ekki unnt að halda því verkefni áfram. 

Alltaf hefur staðið til að opna verndaðan vinnustað með því markmiði að aðstoða fólk enn betur aftur út í lífið. Til þess þarf einstaklingur að hafa öruggt húsnæði, eitthvað bakland og grunn til að byggja á sem og að hafa eitthvað fyrir stafni. Með breytingu á Kærleikssamtökunum í almannaheillafélag í apríl 2022, var ákveðið að hverfa frá hugtakinu "verndaður vinnustaður" yfir í "félagsheimili Kærleikssamtakanna".

Verður fyrirkomulagið það sama, starfstöðvar og félagsstarf, með uppbyggilegu úrræði fyrir fjölmarga öryrkja, einstaklinga sem afplána utan fangelsis eða eftir fangelsisvist, þá sem sækja um samfélagsþjónustu, einstaklinga sem búa á afangaheimilum eða í öðru húsnæði og eru félagslega einangraðir sökum fátæktar, óreglu, heimilisleysis og/eða áfallasögu. starfið er til þess ætlað að aðstoða einstaklinga að ná (aftur) fótfestu í lífinu og geta lifað sæmandi lífi.

Til þess að fá meiri upplýsingar eða skrá ykkur í úrræði vinsamlegast hafið samband  með tölvupósti á netfang kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:

Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.

Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS

Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥