Félagsaðild hjá Kærleikssamtökunum

Félagsaðild veitir einstaklingi ýmsan rétt innan félagsins, s.s. setu og atkvæðisgreiðslu á félags- og aðalfundum, þátttöku í verkefnum, mótun á tillögum, hugmyndum og beiðnum, einnig að hafa ættingja, vin eða stuðningsmann með sér sem einnig getur orðið félagsmaður. Síðustu ár hefur félagsstarfið verið með ýmsum toga, þ.e. að Kærleikssamtökin hafa ekki verið í húsnæði og hefur starfið farið fram inn á áfangaheimilum, bæði okkar eigin árið 2020 og einu öðru fyrir og eftir þann tíma, starfið hefur farið fram á lögheimili félagsins, í síma, út á götu og á heimilum einstaklinga.

Við erum að vinna í því að bæta úr því og koma samtökunum í húsnæði með söfnunarátaki. Getur félagsstarfið þá tekið á sig skilvirkara form og hægt að auka verulega við dagskráliði, vinnustofur, fyrirlestra, námskeið og fleira. Við erum að leita að fólki, hvort sem er félagsmönnum, sjálfboðaliðum, styrktaraðilum eða samstarfsaðilum.
Sjá hér upplýsingar um deildirnar innan félagsins.
Sjá hér styrktarleiðirnar 7.
Vinsamlegast hafið samband ef þið viljið  leggja okkur lið.

Nánari upplýsingar um félasgaðild er að finna hér:
Félagsaðild:
5.gr.
Aðild að félaginu hafa:
a) Einstaklingar sem eru félagslega einangraðir, sem búa við fátækt, sem eru heimilislausir eða búa á áfangaheimilum, sem eiga langtíma óreglu- og/eða áfallasögu.
b) Nánasti aðstandandi, vinur, stuðningsmaður félagsmanns með velferð hans að leiðarljósi.
Aðilar a) og b) liðar sem auk þess greiða félagsgjald með mánaðarlegum/reglulegum millifærslum í banka.
Aðrir sem vilja leggja félaginu lið eru sjálfboðaliðar og styrktaraðilar.
Einstaklingar, fyrirtæki, félög, sjóðir og sjálfseignarstofnanir sem vilja koma að félaginu með uppbyggjandi hætti gera samstarfssamning við Kærleikssamtökin og teljast ekki félagsaðilar.

Félagsgjöld – önnur gjöld:
6.gr. Á þar til gerðu eyðublaði er félagsaðild skráð og virkjast við samþykki stjórnar. Árgjald 12.000 kr. greiðist mánaðarlega með beingreiðslusamningi í banka.
Samþykkt skráning í félagið opnar strax fyrir mætingu á lokaða félagsfundi.
Ef eigi er greitt á milli 1-31 dags mánaðar, fyrir þann mánuð, fellur félagsaðildin úr gildi. Ef greitt er í næsta mánuði byrjar réttur til atkvæðagreiðlsu á félagsfundi að telja upp á nýtt. Stjórnin getur veitt undanþágu frá þessu ákvæði.
Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldum eða öðrum skuldbindingum félagsins nema með félagsgjaldi sínu og/eða öðrum gjöldum.
Önnur gjöld geta verið á félags- og áfangaheimilum sem félagið starfrækir eða kemur að með starfi sínu.

Félagsfundir:
7gr. Rétt til setu á lokaða félagsfundi hafa skráðir félagsmenn.
Á lokuðum félagsfundum leggja félagsmenn fram og kjósa um tillögur, hugmyndir og beiðnir sem þeir vilja að séu teknar til skoðunar af hálfu stjórnar.
Unnið er að því með samvinnu að skoða áhrif tillagna, hugmynda og beiðna, vega og meta kosti og galla áður en ákvörðun er tekin um að innleiða þær í félagið eða útfæra sem verkefni.
Stjórnin getur lagt mál fram til kosningar á félagsfundi.
Umræður á félagsfundum eru á milli félagsmanna, trúnaðarmanns og varamanns hans.  Á félagsfundum eiga félagsmenn að geta talað frjálst um sín mál og félagsins.
Trúnaður á að ríkja milli félagsmanna.
Dagskrá lokaðra félagsfunda skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Upplýsingar um verkefni stjórnar og framvindu þeirra lagðar fram.
  3. Skráning í önnur verkefni kynnt.
  4. Opnar umræður og atkvæðisgreiðsla um tillögur, hugmyndir og beiðnir.
  5. Fundarstjóri færir tillögur, hugmyndir, beiðnir og ákvarðanir á fundi til bókar.

Atkvæðisréttur á félagsfundum:
8.gr. Rétt til atkvæðagreiðslu á lokaða félagsfundi, hafa félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald sitt mánaðarlega síðustu 3 mánuði.
Atkvæðisréttur nýs félagsmanns tekur gildi í 3ja mánuði eftir skráningu, t.d. ef skráning fer fram í janúar þá virkjast atkvæðisrétturinn í mars.
Einfaldur meirihluti mættra og atkvæðisbærra félagsmanna ræður úrslitum mála sem einskorðast við tillögur, hugmyndir og beiðnir til stjórnar.
Þá fer það eftir eðli þeirra hvort endanlegar ákvarðanir séu teknar á næsta félagsfundi, eftir umræður um hvort þær komi félaginu og félagsmönnum til góða. Ákveðnir liðir eru eingöngu teknir fyrir á aðalfundi sjá 10.gr.

Lesa nánar um lög félagsins í heild.
Smelltu hér til að sækja um félagsaðild hjá Kærleikssamtökunum.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ FREKAR STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:

Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.
Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS

Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥