Umsókn um félagsaðild

Upplýsingar - engar skuldbindingar fylgja innsendri umsókn. Félagsaðild virkjast við samþykki stjórnar á umsókn og við greiðslu félagsgjalds sem er 1.000 kr á mánuði. Haft verður samband við umsækjendur eftir að rafræn umsókn berst til að fylla út eyðublað með nauðsynlegum upplýsingum. Aðild að félaginu hafa:

  • a) einstaklingar sem eru félagslega einangraðir, sem búa við fátækt, sem eru heimilislausir eða búa á áfangaheimilum, sem eiga langtíma óreglu- og/eða áfallasögu.
  • b) nánasti aðstandandi, vinur, stuðningsmaður félagsmanns með velferð hans að leiðarljósi.
  • c) aðilar sem falla undir a) og b) lið og sem greiða félagsgjald með beingreiðslusamningi.
  • d) aðrir sem vilja leggja félaginu lið eru styrktaraðilar.
  • e) einstaklingar, fyrirtæki, félög, sjóðir og sjálfseignarstofnanir sem vilja koma að félaginu með uppbyggjandi hætti og hafa gert samstarfssamning við Kærleikssamtökin. Þeir eru undanþegnir félagsgjaldi.

Lesa nánar um félagsaðild, félagsgjöld, félagsfundi, atkvæðisrétt o.fl. í lögum félagsins.

Geymsla á persónuupplýsingum (nafn, sími og netfang) vegna umsóknar um félagsaðild
  • Rafræn skráning hér fer sjálfkrafa í tölvupóstakerfi félagsins.
  • Ef ekki verður af félagsaðild er ekki unnið með þær frekar.
  • Ef til félagsaðildar kemur eru upplýsingarnar færðar á sérstakt eyðublað sem báðir aðilar skrifa undir.
  • Farið er með persónuupplýsingar sem trúnaðarupplýsingar.
  • Félaginu er óheimilt að nota þær í öðrum tilgangi en til skráningar á félagsaðild.
  • Hér er hægt að lesa persónuverndarstefnu félagsins.
captcha