Mannréttindi

MANNRÉTTINDI er deild sem felur í sér að aðstoða einstaklinga að sækja lagalegan rétt sinn, þó ekki með lögfræðiaðstoð. Við eigum öll rétt samkvæmt stjórnarskrá Íslands og fjölmögum mannréttindalögum. Kærleikssamtökin telja að einstaklingur sem leitar til síns sveitarfélags sem starfsrækir félagsþjónustu, eigi ekki að þurfa lögfræðing sér til aðstoðar - til að fá sinn lagalega rétt uppfylltan sem snýr að grunnþörfum. Aðstoð Kærleikssamtakanna hefur falist í að skrifa erindi, þrýsta á og eftir þörfum kvarta/kæra mál sem hafa ekki verið afgreidd.

Mörg erindin til sveitarfélaga eru hunsun, loforð gefin sem ekki standast eða reglum er breytt á þann veg að þurfa ekki að uppfylla það sem þrýst var á og var samkvæmt þeirra reglum. Alls konar útúrsnúningar hafa komið fram. Enn er verklagið þannig að félagasamtök eiga að leggja fram hugmyndir og sín úrræði en megi þó ekki sitja við ákvarðanaborðið. Svo samstarfið er lítið.

Svo margir einstaklingar fá ekki úrlausn sinna mála hjá sveitarfélögum, margt er ábótavant í þjónustunni sem oft er á skjön við lagalegan ramma og mannréttindi. Hafa samskipti Kærleikssamtakanna falist í samstarfi við einstaklinga, sem felur í sér aðstoð við að skrifa erindi með þeim til að þrýsta á kerfið og sækja rétt þeirra til að fá úthlutað viðeigandi húsnæði hjá sínu sveitarfélagi eða vegna annarra mála. Nokkrir þeirra einstaklinga hafi fengið viðunandi húsnæði síðustu árin. Þegar farið er yfir samskiptasögu velferðarkerfisins og einstaklinga sem neyðast til að dvelja og festast á göturnni, í neyðarhúsnæðum borgarinnar og félagslegu húsnæðisúrræði, þá sést hvernig kerfið virkar innan frá. Það er þá sem hægt er að sækjast eftir svörum um verklag, nálgun og áætlanir – sem eru ekki að standa undir uppbyggjandi og langtíma, raunhæfum og virkum úrræðum. Þau leysi því ekki vanda fólksins á götunni. Í áliti umboðsmanns Alþingis (9164/2016) er hægt að lesa um ástæður þess að heimilislausum fjölgar stöðugt og vöntun á úrræðum. Tilmælum sem hann beinir að sveitarfélögum tala sínu máli.

Reykjavíkurborg rukkar önnur sveitarfélög um u.þ.b. 18.000 krónur á nótt fyrir gistingu einstaklings í Gistiskýlinu. Fyrir einn einstakling gerir það tæplega 6,5 milljón krónur á ári - en sem væri hægt að nota til að hjálpa hverjum einstaklingi að byggja upp nýtt líf. Ekki er um að ræða sólarhringsþjónustu heldur er einstaklingum vísað úr Gistiskýlinu út á götu milli 10-17 alla daga. Undantekningar hafa verið gerðar þegar veðurviðvaranir eru í gildi.

Sjá Bréf og álit umboðsmanns Alþingis sem byggir á frumathugun hans á stöðu heimilislausra.

♥     ♥     ♥

VILLT ÞÚ STYRKJA STARF KÆRLEIMSSAMTAKANNA:

Ef þú villt styrkja starf og úrræði Kærleikssamtakanna þá er hægt að velja úr styrktarleiðum sem eru kynntar hér.

Fyrir fyrirspurnir er hægt að fylla út hafa samband eða senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.

♥     ♥     ♥

TILGANGUR FÉLAGSINS

Tilgangur og markmið félagsins er að gæta hagsmuna og reka félagsstarf fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis og áfalla,  með áherslu á jaðarsetta og viðkvæma hópa í þjóðfélaginu.

♥     ♥     ♥