Við missum húsnæðið

Það er erfitt að tilkynna að við verðum ekki í leiguhúsnæðinu sem við vorum byrjuð að kynna. Ástæðurnar eru tvær - annars vegar að við vorum ekki komin upp með þá fjárhæð sem um var samið þann 1.10. og hins vegar nauðsynlegar úrbætur á húsnæðinu sem þurfa að eiga sér stað til að við fengjum starfsleyfi en sem eigendur eru ekki tilbúnir að framkvæma né leyfa okkur að sinna á móti leigu. Við munum halda söfnuninni áfram og finna annað húsnæði.
Við erum því næstu daga að losa okkur við þá gefins hluti sem við vorum búin á fá. Við viljum einblína á að koma þeim til efnaminna fólks, sérstaklega einstæðra foreldra.
Þið megið endilega hjálpa okkur að deila myndum og upplýsingum til þeirra sem þið þekkið og gætu nýtt sér þetta hluti - sem verður sett út í öðrum póstum á FB.

Við munum halda áfram að leyta að hentugu húsnæði og minnum á símanúmerin sem eru aðalstyrktaleiðin núna en líka sala á bókunum Geðraskanir án lyfja og Geðraskanir og sjálfsvinna. Hver bók kostar 4.500 kr en saman kosta þær 8.000 kr. Til að versla bók sendið skilaboð. Styrktarsímanúmerin eru:

  • 901 7111 – 1.000 kr
  • 901 7113 – 3.000 kr
  • 901 7115 – 5.000 kr

Það að setja like og deila póstum okkar er líka aðstoð við verkefnið – sem er opna verndaðan vinnustað fyrir einstaklinga sem hafa lent í áföllum í lífinu og sem hafa orðið til þess að viðkomandi er fastur í geðrænum og/eða fíknivanda, heimilisleysi og fátækt. Þessi verndaði vinnustaður getur verið byrjunin eða viðbót við annað bataferli eða endurhæfingu.

Kærleikskveðja stjórnin.

Athugasemdir