Verndaður vinnustaður

Hér eru fyrstu myndirnar af húnsæði sem eru af skrifstofurýminu. Myndirnar eru af hluta þess. Við eigum eftir að gera breytingar á veggjum, taka hluta þeirra niður og búa til rými sem henta starfseminni. Síðustu daga höfum við fengið ýmislegt gefins s.s. hillur, vinnuborð, parket, gólfdúk, hurðar og eldhúsinnréttingu með öllum tækjum.

Við minnum á símanúmerin sem eru aðalstyrktaleiðin núna en líka sölu á bókunum Geðraskanir án lyfja og Geðraskanir og sjálfsvinna. Hver bók kostar 4.500 kr en saman kosta þær 8.000 kr. Til að versla bók sendið skilaboð. Styrktarsímanúmerin eru:

  • 901 7111 – 1.000 kr
  • 901 7113 – 3.000 kr
  • 901 7115 – 5.000 kr

Það að setja like og deila póstum okkar er líka aðstoð við verkefnið – sem er opna verndaðan vinnustað fyrir einstaklinga sem hafa lent í áföllum í lífinu og sem hafa orðið til þess að viðkomandi er fastur í geðrænum og/eða fíknivanda, heimilisleysi og fátækt. Þessi verndaði vinnustaður getur verið byrjunin eða viðbót við annað bataferli eða endurhæfingu.

Kærleikskveðja og með fyrirfram þökk – stjórnin.

Gangur     Gangur     Parket     Parket     Rými með parket

Hillur     Rými með hillum

 


Athugasemdir