Kærleikssamtökin - boða til auka-aðalfundar

Dagskrá fundar er:
  1. Nauðsynlegar lagabreytingar á samþykktum félagsins.
Aðalfundir: 

10.gr. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi. 

Rétt til setu á aðalfundi teljast þeir sem greitt hafa félagsgjald mánaðarlega síðastliðna 3 mánuði fyrir auglýstan aðalfund. 

Atkvæðisréttur á aðalfundum: 

11.gr. Rétt til atkvæðisgreiðslu á aðalfundi teljast þeir sem greitt hafa félagsgjald mánaðarlega síðastliðna 6 mánuði fyrir auglýstan aðalfund. 

Einfaldur meirihluti mættra og atkvæðisbærra félagsmanna ræður úrslitum mála á aðalfundi, nema er varða lagabreytingar félagsins, þá þarf atkvæði 2/3 félagsmanna með atkvæðisrétt auk atkvæði meirihluta stjórnarmanna. Hér gilda atkvæði stjórnarmanna ekki sem atkvæði félagsmanns. 


Athugasemdir