Kærleikssamtökin leita að sjálfboðaliðum, samstarfsaðilum og einstaklingum í stjórn félagsins.

Lífsreynsla og áhugi á að styðja við einstaklinga sem eru félagslega einangraðir vegna fátæktar, heimilisleysis, óreglu og áfalla er í fyrirrúmi.
Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið kls@kaerleikssamtokin.is.
Sérstaklega vantar aðila sem geta komið að uppbyggingu FB síðu og vefsíðu félagsins, styrksumsóknum, tölvuvinnu og  öðrum tilfallandi verkefnum.
Fyrirtæki gætu t.d. leyft starfsmanni að annast ákveðna þætti og þannig styrkt samtökin.

Sjálfboðaliðar:

Mörg eru verkefnin til að koma á laggirnar og reka þrepaskipt áfangaheimili.
Öll aðstoð er dýrmæt og frábært ef fleiri einstaklingar gætu komið að undirbuningi og söfnun sem stendur og svo öðrum störfum þegar staðirnir opna.

Samstarfsaðilar:

Við leitum að áhugasömum einstaklingum og meðferðaraðilum sem vilja koma að dagsetri og félagsheimili, t.d. með að haldið fyrirlestra, bjóða upp á nudd, fótsnyrtingu, viðtöl eða aðra meðferð, einnig fyrirtækjum sem eru tilbúin að veita tækifæri til starfs og félagasamtökum sem veita hvers konar úrræði fyrir einstaklinga sem eru félagslega einangraðir, búa við fátækt, eru heimilislausir og eiga óreglu- og/eða áfallasögu.

Stjórn félagsins:

Við óskum eftir einstaklingum í stjórn félagsins sem hafa áhuga á að koma samtökunum
á framfæri með jákvæðum og uppbyggilegum hætti, vilja styðja við jaðarsetta hópa í
þjóðfélaginu og byggja upp þrepaskipt áfangaheimili með langtíma virkni- og stuðningsúrræði.
Stjórnarfundir eru að öllu jöfnu mánaðarlega.

                                                                                   ♥     ♥     ♥

Hér getur þú sótt um félagsaðild hjá Kærleikssamtökunum.

Félagsaðild veitir einstaklingi ýmsan rétt innan félagsins, s.s. setu og atkvæðisgreiðslu á
félags- og aðalfundum, þátttöku í verkefnum, mótun á tillögum,
hugmyndum og beiðnum. Smelltu hér til að sækja um félagsaðild hjá Kærleikssamtökunum.

                                                                                   ♥     ♥     ♥

Hér getur þú gerst styrktaraðili Kærleikssamtakanna.

Styrkir á bilinu 10-350.000 kr. (á almanaksári) til Kærleikssamtakanna veita skattaafslátt
þar sem félagið er skráð í almannaheillaskrá hjá Ríkisskattstjóra.
Undirbúningur til að opna Dagsetur og Félagsheimili með starfsstöðvum er í fullum gangi
og því eru allir styrkir vel þegnir.
Mánaðarlegir styrktaraðilar er það sem okkur vantar helst því fjármagn vantar til langs tíma.
Hér er að finna reikningsnúmer til að leggja inn á eða velja upphæð sem greidd er með kreditkorti (inni í því formi er valin ein greiðsla eða mánaðarlegar).

                                                                                   ♥     ♥     ♥

Nýjustu fréttir